1. Kvöldsól kynja myndum kastar brátt á himna tjald, speglar sig í lygnum lindum ljær þeim skuggans töfravald, ljær þeim skuggans töfravald. 2. Kyrrist fuglakvakið kemur rökkrið hægt og hljótt allt er hjúpi þagnar þakið, þreyttum boðið góða nótt, þreyttum boðið góða nótt